Grindavík hefur lokið keppni í Dominosdeild kvenna. Síðasti leikur liðsins fór fram í gær í DHL höllinni. KR sigraði í leiknum 88-68 og endar Grindavík í 7.sæti í deildinni Crystal Smith lék ekki með stelpunum þar sem hún meiddist gegn Njarðvík. María Ben var stigahæst með 20 stig, Pálína með 18. Það var líka ánægjulegt að sjá að Hrund Skúladóttir …
Bikarmeistarar
Núna stendur yfir bikarhelgi yngri flokka hér í Grindavík. Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þór Þorlákshöfn spilaði við Breiðablik í úrslitaleik 11.flokk drengja. Grindavík/Þór sigraði 96-85 og eru því bikarmeistarar! Við óskum strákunum til hamingju með frábæran árangur.
Sigur gegn Keflavík
Grindavík tók á móti Keflavík í gær í Dominosdeild karla. Leiknum lauk með sigri Grindavíkur 94-83. Okkar menn eru á góðri siglingu þessa dagana og á hárréttum tíma því stutt er í úrslitakeppnina. Í stuttu máli var Grindavík betri aðilinn í leiknum og voru yfir mest allan tíman en gestirnir aldrei langt undan, sigurinn var því verðskuldaður. Stigaskorið dreifðist á …
Stórleikur í kvöld
Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík í kvöld í 20. umferð Dominosdeild karla. Keflavík er fyrir leikinn í öðru sæti með 32 stig en Grindavík í því þriðja með 28 stig. Þannig að með sigri í kvöld verða lokaumferðirnar tvær sem eftir eru spennandi. Liðin mættust síðast 5. desember sem endaði með 14 stiga sigri Keflavíkur 77-63. Leikurinn …
Bikarhelgi yngri flokka
Bikarúrslit KKÍ verða haldin í Grindavík næstu helgi í umsjón körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Leikið verður til úrslita í Röstinni í öllum flokkum nema unglingaflokk karla sem leikinn verður stakur síðar vegna kærumáls á fyrri stigum keppninnar sem seinkuðu framgangi undanúrslitaleikja. Allir leikir helgarinnar verða sýndir beint á sporttv.is en dagskrá helgarinnar er eftirfarandi: Laugardagur 8. mars10:00 – 9. flokkur drengja · …
Grindavík – Njarðvík í kvöld
Grindavík tekur á móti Njarðvík í Dominosdeild kvenna í kvöld. Liðin eru í tveimur neðstu sætum í deildinni en Grindavík á möguleika á að jafna KR að stigum með sigri í kvöld. Leikur liðanna í lok janúar var hin besta skemmtun og leikurinn í kvöld stefnir í eitthvað svipað. Grindavík hefur unnið tvo síðustu leiki sína enda ætla stelpurnar að …
Grindavík áfram í efstu deild
Grindavík gulltryggði sér áframhaldandi sæti í efstu deild kvenna í körfubolta með góðum útisigri á Hamar í gær. Grindavík er því með 18 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Njarðvík með 12 stig. Lokatölur voru 80-76 fyrir Grindavík og hafa stelpurnar unnið tvo síðustu leiki sína. Næsti leikur er gegn Njarðvík og fer fram í Grindavík 5. mars klukkan …
Njarðvík 79 – Grindavík 90
Grindavík sigraði Njarðvík á föstudaginn í Dominosdeild karla. Lokatölur voru 90-79 og var það frábær seinni hálfleikur sem skóp sigurinn. Þorleifur Ólafsson átti stórleik með 26 stig og 86% nýtingu í þriggja stiga skotum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en heimamenn voru alltaf skrefinu á undan, Elvar Friðriksson var hættulegur og endaði hann í 24 stigum. Okkar mönnum gekk erfiðlega að stoppa …
Njarðvík – Grindavík
Bikarmeistararnir úr Grindavík mæta Njarðvík í Domionsdeild karla í kvöld klukkan 19:15. Leikurinn fer fram í Njarðvik. Fyrir leikinn er Grindavík í 3 sæti og mun það ekki breytast eftir kvöldið, 4 stig í Njarðvík sem er í 4. sæti og 6 stig í Keflavík sem er í öðru sæti. Njarðvík getur hinsvegar ýtt sér aðeins frá þéttum pakka liða …
Konukvöld kvennakörfuboltans á morgun
Hið eina sanna styrktarkvöld körfuknattleiksdeildar kvenna verður haldið föstudaginn 14. mars í Eldborg. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk. Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að tryggja sér miða í tíma. Forsala aðgöngumiða er hafin í Palóma. Miðaverð aðeins 6.500 kr. Dagskrá: Hin brosmilda og hláturmilda Bryndís Ásmundsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn og …









