Konukvöld kvennakörfuboltans á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hið eina sanna styrktarkvöld körfuknattleiksdeildar kvenna verður haldið föstudaginn 14. mars í Eldborg. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk. Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að tryggja sér miða í tíma. Forsala aðgöngumiða er hafin í Palóma. Miðaverð aðeins 6.500 kr.

Dagskrá:

Hin brosmilda og hláturmilda Bryndís Ásmundsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn og mun hún vera veislustjóri kvöldsins ásamt því að syngja lög Janis Joplin og Tinu Turner.
Landsliðskokkarnir frá Bláa Lóninu töfra fram dýrindis máltíð.
Valin verður kona kvöldsins.
Happdrætti, frábærir vinningar.
Tískusýningu frá Palómu.
Einnig kemur hinn eldhressi Jón Idol og skemmtir okkur fram á nótt.