Lokaleikur í Dominosdeild kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur lokið keppni í Dominosdeild kvenna. Síðasti leikur liðsins fór fram í gær í DHL höllinni.  KR sigraði í leiknum 88-68 og endar Grindavík í 7.sæti í deildinni

Crystal Smith lék ekki með stelpunum þar sem hún meiddist gegn Njarðvík.  María Ben var stigahæst með 20 stig, Pálína með 18.

Það var líka ánægjulegt að sjá að Hrund Skúladóttir skoraði 8 stig í leiknum, ólíklegt að nokkur leikmaður sem fæddur er á þessari öld hafi skorað meira í efstu deild í körfubolta.

Nú tekur við nokkuð langt frí og verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta raðast saman fyrir næsta tímabil.