Njarðvík – Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Bikarmeistararnir úr Grindavík mæta Njarðvík í Domionsdeild karla í kvöld klukkan 19:15.  Leikurinn fer fram í Njarðvik.  Fyrir leikinn er Grindavík í 3 sæti og mun það ekki breytast eftir kvöldið, 4 stig í Njarðvík sem er í 4. sæti og 6 stig í Keflavík sem er í öðru sæti.

Njarðvík getur hinsvegar ýtt sér aðeins frá þéttum pakka liða í 4-6 sæti.  

Form liðanna í síðustu leikjum er nokkuð ólíkt.  Okkar menn ánægðir eftir bikarsigurinn í síðustu viku og hafa unnið alla leiki sína í febrúar.

Njarðvík hefur einnig spilað þrjá leiki í deildinni í febrúar og tapað tveimur síðustu.  Þeir eru þó alltaf hættulegir á heimavelli og einnig alltaf hætta á að okkar menn séu ennþá of hátt uppi.  

Njarðvíkingurinn Sverrir Þór Sverrisson nær nú líklega að koma þeim niður á jörðina fyrir leikinn og því von á skemmtilegum leik í kvöld sem markar upphaf Nettómótsins sem fram fer í Reykjanesbæ um helgina.