Grískur bakvörður til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við gríska bakvörðinn Vangelis Tzolos og mun hann leika með Grindavík í Subway-deild karla á næstu leiktíð. Tzolos er 30 ára gamall og leikur í stöðu bakvarðar eða skotbakvarðar.

Tzolos er 192 cm á hæð og hefur leikið allan sinn feril á Grikklandi. Hann lék sl. vetur með Ionikos Nikaias í grísku úrvalsdeildinni þar sem hann var með 3,7 stig að meðal tali í leik. Hann ólst upp hjá AEK Aþenu og hefur komið víða við á Grikklandi.

„Ég bind miklar vonir við að Vangelis muni verða öflugur fyrir Grindavík í vetur. Hann er góður sóknarmaður en jafnframt öflugur í vörn. Hann les leikinn vel og hefur mikil gæði,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.

Vangelis Tzolos er væntanlegur til liðs við Grindavík um mánaðarmótin og vonum við svo sannarlega að þarna sé á ferðinni happafengur fyrir félagið.