Valdas Vasylius snýr aftur til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við Litháan Valdas Vasylius um að leika með félaginu á nýjan leik í Subwaydeild karla í vetur. Valdas lék með Grindavík tímabilið 2019-2020 og stóð sig vel. Liðið fór í bikarúrslit þetta tímabil en í kjölfarið kom covid og var tímabilið blásið af.

Valdas er 38 ára gamall, 203 cm á hæð og getur leikið bæði sem framherji og miðherji. Valdas var með rúm 15 stig að meðaltali í leik fyrir Grindavík tímabilið 2019-2020 ásamt því að taka 6,5 frököst að meðaltali.

Valdas hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Silute í heimalandi sínu og verið atkvæðamikill hjá félaginu sl. tímabil.

„Valdas stóð sig mjög vel hjá Grindavík fyrir nokkrum árum og við höfum fylgst vel með honum undanfarin ár. Hann mun hjálpa okkur að auka breidd liðsins inn í teignum. Valdas er einnig frábær skytta þannig að hann mun nýtast okkar liði afar vel í vetur,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur býður Valdas velkominn aftur til félagsins og hlökkum við til að sjá hann á parketinu í HS Orku Höllinni í vetur.

Áfram Grindavík!
💛💙