Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir starf yfirþjálfara yngri flokka félagsins laust til umsóknar. Félagið leitar að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun.

Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins.

Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, uppeldisáætlun og lögum félagsins sem og ítarlegri starfslýsingu sem mun fylgja ráðningarsamningi. Hreint sakavottorð skilyrði.

Umsóknarfrestur er til 24. september næstkomandi.

Umsókn ásamt ferilskrá skal send á netfangið umfg@centrum.is – Nánari upplýsingar veitir Jón Júlíus Karlsson framkvæmdastjóri í síma 849 0154.