Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram í gær í Gjánni. Á fundinum var farið yfir síðasta starfsár deildarinnar og ársreikning. Rekstur deildarinnar á árinu 2022 gekk að mestu leyti vel og skilaði deildin örlitlu tapi á rekstrarárinu. Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörinn formaður á fundinum en hann hefur verið starfandi formaður sl. ár. Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG 2023/2024: Ingibergur Þór Jónasson, formaður …
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar fer fram 25. apríl
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til aðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi í samkomusal félagsins, Gjánni. Fundurinn hefst kl. 20:00 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða vilja taka þátt í starfinu er bent á að hafa samband við Ingiberg Þór Jónasson með tölvupósti á kkdumfg@gmail.com Hvetjum alla til að …
Danielle Rodriguez framlengir við Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnir með stolti að Danielle Rodriguez hefur gert nýjan samning við félagið og mun leika með Grindavík á komandi keppnistímabili í Subwaydeild kvenna. Danielle mun jafnframt halda áfram í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins þar sem hún hefur staðið sig frábærlega. Danielle verður þrítug í lok árs og var með 20 stig að meðaltali í leik á síðasta …
Grindavíkurmótið fer fram 15. – 16. apríl
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur stendur fyrir Grindavíkurmóti í körfubolta fyrir krakka sem eru í leikskólahóp og upp í 4. bekk. Mótið fer fram 15.-16. apríl í íþróttahúsunum í Grindavík. Um er að ræða skemmtilegt hraðmót. Lokadagur skráningar fyrir lið er 10. apríl næstkomandi. Verð: 3.000 kr.- á barn Innifalið: 4 leikir, frítt í sund fyrir fjölskylduna Aldur: Leikskólahópur upp í 4. bekk. …
Ingibergur hlýtur silfurmerki KKÍ
Ingibergur Þór Ólafarsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, hlaut á laugardag silfurmerki KKÍ fyrir fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu körfuboltans á Íslandi. Ingibergur Þór hefur starfað ötullega fyrir körfuboltann hér í Grindavík á síðustu árum og verið formaður deildarinnar undanfarin ár. Hann er vel að þessum heiðri kominn og óskum við honum innilega til hamingju með þetta. Nánar um þingið …
Zoran Vrkic í Grindavík
Grindavík hefur samið Króatann Zoran Vrkic og mun hann leika með Grindavík út leiktíðina í Subway-deild karla. Zoran hefur komið víða við á ferli sínum en hefur leikið með Tindastóli frá því á síðsta tímabili. Samstarfi hans við Tindastól lauk núna í vikunni og hefur Zoran nú samið við Grindavík út tímabilið. „Við höfum verið að skoða í kringum okkur …
Bláa Lónið styrkir barna- og unglingastarf UMFG
Þann 6. janúar veitti Bláa Lónið íþróttafélögum á Suðurnesjum styrki til eflingar á barna- og unglingastarfi félaganna. Alls nemur styrkupphæðin um 14 milljónum króna á samningstímabilinu sem telur 2 ár. Ungmennafélag Grindavíkur og Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hlutu styrki að þessu sinni fyrir árin 2022 og 2023 sem mun efla barna- og unglingastarf hjá félaginu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, segir að …
Nýir körfuboltabúningar frá Macron
Á síðustu dögum hefur farið fram afhending á nýjum köfuboltabúningum frá Macron. Búningarnir eru sérhannaðir fyrir Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Egill Birgisson hannaði búninganna í samvinnu við Macron og er óhætt að segja að búningarnir komi afar vel út. Um 200 iðkendur í Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tóku þátt í hóppöntun í haust á búningnum og er búið að afhenda nær alla búninga til …
Damier Pitts semur við Grindavík
Grindavík hefur samið við bandaríska leikstjórnendann Damier Pitts og mun hann leika með félaginu út leiktíðina í Subway deild karla. Pitts er 33 ára gamall og á að baki nokkuð farsælan atvinnumannaferil. Hann lék með KFÍ fyrir um áratug í íslensku úrvalsdeildinni og var þá með 33,5 stig að meðaltali í leik. Pitts lék í kjölfarið í nokkur ár víða …
Jón Axel snýr aftur í Grindavík
Jón Axel Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild karla út leiktíðina. Þetta eru risatíðindi fyrir körfuboltann í Grindavík en Jón Axel er einn besti körfuknattleiksmaður landsins og er lykilmaður í íslenska landsliðinu. Jón Axel er 25 ára gamall og hefur leikið í atvinnumennsku í Þýskalandi og Ítalíu undanfarin tvö ár. Árin þar …