Jón Axel snýr aftur í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Jón Axel Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild karla út leiktíðina. Þetta eru risatíðindi fyrir körfuboltann í Grindavík en Jón Axel er einn besti körfuknattleiksmaður landsins og er lykilmaður í íslenska landsliðinu. Jón Axel er 25 ára gamall og hefur leikið í atvinnumennsku í Þýskalandi og Ítalíu undanfarin tvö ár. Árin þar …

Bus4U styður við körfuna hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Bus4U hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára eða út tímabilið 2024/2025. Bus4U mun á samningstímanum sjá um að aka liðum Grindavíkur í körfubolta í útileiki. Bus4U hefur stutt við deildina með sambærilegum hætti undanfarin tímabil og eru það frábær tíðindi að þetta samstarf haldi áfram. „Bus4U hefur sýnt því mikinn áhuga á að styðja …

Einhamar Seafood verður aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Einhamar Seafood hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Nýr samningur gerir það að verkum að Einhamar Seafood verður aðalstyrktaraðili deildarinnar og mun merki fyrirtækisins fara framan á alla keppnisbúninga félagsins í körfubolta til næstu ára. Einhamar Seafood hefur staðið afar vel á bakvið körfuboltann í Grindavík undanfarin ár og er það mikið ánægjuefni að fyrirtækið kjósi að bæta í …

Elma Dautovic semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið leikmanninn Elma Dautovic sem mun leika með félaginu í vetur í Subwaydeild kvenna. Elma er 21 árs gömul og kemur frá Slóveníu. Elma er 187 cm á hæð og leikur stöðu framherja. Hún kemur til liðs við Grindavík frá Sokol HK í Tékklandi þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Hún hefur jafnframt leikið með yngri landsliðum …

David Azore til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið við bandaríska leikmanninn David Azore um að leika með félaginu í Subwaydeild karla á komandi leiktíð. Azore er 23 ára gamall, fjölhæfur leikmaður sem leikur sem bakvörður en getur jafnframt leyst fleiri stöður á vellinum. Azore kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum en hann lék með  UT Arlington háskólanum við góðan orðstír. Hann var með 19,8 stig að …

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir starf yfirþjálfara yngri flokka félagsins laust til umsóknar. Félagið leitar að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, …

Valdas Vasylius snýr aftur til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið við Litháan Valdas Vasylius um að leika með félaginu á nýjan leik í Subwaydeild karla í vetur. Valdas lék með Grindavík tímabilið 2019-2020 og stóð sig vel. Liðið fór í bikarúrslit þetta tímabil en í kjölfarið kom covid og var tímabilið blásið af. Valdas er 38 ára gamall, 203 cm á hæð og getur leikið bæði sem …

Grískur bakvörður til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið við gríska bakvörðinn Vangelis Tzolos og mun hann leika með Grindavík í Subway-deild karla á næstu leiktíð. Tzolos er 30 ára gamall og leikur í stöðu bakvarðar eða skotbakvarðar. Tzolos er 192 cm á hæð og hefur leikið allan sinn feril á Grikklandi. Hann lék sl. vetur með Ionikos Nikaias í grísku úrvalsdeildinni þar sem hann var …

Grískur miðherji til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið við gríska miðherjann Gaios „Guy“ Skordilis um að leika með félaginu í Subway-deild karla á komandi leiktíð. Skordilis er 208 cm á hæð og hefur leikið stærstan hluta af sínum ferli í efstu deild í Grikklandi. Hann er 34 ára gamall og er þessi reynslumikli leikmaður væntanlegur til Grindavíkur um næstu mánaðarmót. Skordilis er mjög öflugur miðherji …

Guðmundur og Stefanía taka við yfirþjálfun á ný

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ráðið nýja yfirþjálfara fyrir næsta tímabil. Hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir munu sameiginlega taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni Ekki þarf að kynna körfuboltaáhugafólki í Grindavík fyrir Guðmundi og Stefaníu sem hafa um árabil verið hlut af körfuboltasamfélaginu í Grindavík bæði sem leikmenn og þjálfarar. Þau hafa mikla reynslu og þekkingu á …