Nýir körfuboltabúningar frá Macron

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Á síðustu dögum hefur farið fram afhending á nýjum köfuboltabúningum frá Macron. Búningarnir eru sérhannaðir fyrir Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Egill Birgisson hannaði búninganna í samvinnu við Macron og er óhætt að segja að búningarnir komi afar vel út.

Um 200 iðkendur í Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tóku þátt í hóppöntun í haust á búningnum og er búið að afhenda nær alla búninga til þeirra sem pöntuðu.

Þeir sem vilja næla sér í nýjan búning geta verslað hann hjá Macron sem bjóða upp á heimsendingar til Grindavíkur. Þar má einnig finna ýmsar nýjar Grindavíkurvörur.

https://macron.is/vorur/lidinokkar/umfg/