Jóhann Ólafssynir áfram með Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við Jóhann Þór Ólafsson sem verður áfram þjálfari Grindavíkur á næsta tímabili í Subway-deild karla. Jafnframt verður Jóhann Árni Ólafsson áfram honum til aðstoðar.

Saman náðu þeir ágætum árangri með Grindavíkurliðið á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði í 7. sæti deildarinnar og féll út í 8-liða úrslitum gegn Njarðvík.

„Það var einhugur í stjórn deildarinnar að endurnýja samninga við Jóhann Þór og Jóhann Árna. Þeir stóðu sig mjög vel á síðasta tímabili og við förum með eftirvæntingu inn í nýtt tímabil. Við erum nú þegar farin að skoða leikmannamál fyrir komandi tímabil en fyrst og fremst erum við mjög ánægð að Jóhann Ólafssynir stýri áfram Grindavíkurliðinu á næsta tímabili,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.

Frekari frétta af leikmannamálum Grindavíkur er að vænta á næstu dögum og vikum.

Áfram Grindavík!