Starfsauglýsing: Staða yfirþjálfara körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Unglingaráð leitar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstakling. Mikilvægt er að umsækjandinn hafi reynslu af körfuknattleiksþjálfun og sé með góða hæfni í mannlegum samkiptum. Um hlutastarf er að ræða. Helstu verkefni: – Umsjón með faglegu barna- og unglingastarfi. – Ráðning og samskipti við þjálfara. – Stuðningur við þjálfara. – Samskipti við …

Hekla Eik framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hekla Eik Nökkvadóttir hefur gert nýjan samning við Grindavík út næsta keppnistímabil. Hekla Eik er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og eru það frábærar fréttir fyrir Grindavík að hún verði áfram með félaginu á komandi tímabili. Hekla er 18 ára bakvörður sem var með 7,1 stig að meðaltali í Subwaydeild kvenna á síðustu leiktíð. Hekla hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin …

Systurnar endurnýja samninga við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Systurnar Jenný Geirdal og Edda Geirdal Kjartansdætur hafa skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2023/2024. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu og eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Jenný Geirdal er fædd árið 2002 og leikur stöðu framherja. Hún var með 5,1 stig að meðaltali í Subway-deildinni í vetur og var valin besti varnarmaður liðsins á lokahófi deildarinnar í apríl. …

Hulda Björk skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hulda Björk Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leik áfram með liðinu út næstu tvö keppnistímabil. Hulda Björk átti mjög gott tímabil með Grindavík í vetur og var valin mikilvægasti leikmaður tímabilsins hjá kvennaliði Grindavíkur á tímabilinu. Hulda var með 10,1 stig að meðaltali í vetur og tók miklum framförum. Það er mikið gleðiefni að …

Fyrirlestur um mikilvægi styrktarþjálfunar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Mánudaginn 25. apríl kl 17.00 mun Vilhjálmur Steinarsson íþróttafræðingur halda fyrirlestur í Gjánni íþróttamiðstöðinni um mikilvægi styrktarþjálfunar. Fyrirlesturinn er fyrir ungmenni fædd 2009 og eldri og eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að mæta. -Léttar veitingar í boði- Vilhjálmur Steinarsson er 38 ára gamall íþróttafræðingur sem hefur sérhæft sig í styrktarþjálfun fyrir körfubolta. Hann hefur reynslu sem leikmaður í úrvalsdeild …

Þrjár uppaldar skrifa undir 2ja ára samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur endurnýjað samninga sína við þrjá uppalda leikmenn í kvennaliði félagsins. Þetta eru þær Arna Sif Elíasdóttir, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir og Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir. Þær skrifa allar undir samning við félagið út tímabilið 2023/2024. Arna Sif er 21 árs gömul og stóð sig vel í vetur. Hún leikur stöðu miðherja og er mjög öflugur liðsmaður sem …

Danielle Rodriguez semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild kvenna á næstu leiktíð. Danielle er bakvörður og þekkt nafn í íslenskum körfubolta. Hún lék með Stjörnunni frá 2016 til 2019 en skipti yfir í KR tímabilið 2019-2020. Danielle hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá San …

Konukvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Konukvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fer fram þann 11. mars næstkomandi í Gjánni, samkomusal. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk og verður mikið stuð fram eftir kvöldi. Dagskrá Konukvölds 2022: – Fordrykkur – Matur frá Grillvagninum – Halli Meló skemmtir – Happadrætti – Tískusýning frá Palóma – DJ (Bumblebee Brothers) Miðasala fer fram hjá Lindu í Palóma og hefst föstudaginn 4. mars. …

Sverrir Þór stýrir Grindavík út leiktíðina

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur og mun hann stýra liðinu út tímabilið. Jóhann Þór Ólafsson verður áfram aðstoðarþjálfari liðins og mun vinna náið með Sverri út tímabilið. Þetta er í annað sinn sem Sverrir Þór stýrir liði Grindavíkur en hann gerði liðið að Íslandsmeisturunum tímabilið 2012-2013 og bikarmeisturunum árið 2014. Sverrir Þór þjálfaði einnig kvennalið Grindavíkur …

Daníel Guðni lætur af störfum sem þjálfari Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ákveðið að ljúka samstarfi sínu við Daníel Guðna Guðmundsson og hefur hann látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur í Subwaydeild karla. Karlalið Grindavíkur er í 6. sæti deildarinnar að loknum 17 umferðum. Jóhann Þór Ólafsson mun stýra æfingum hjá Grindavík næstu daga þar til að ákveðið verður hver muni stýra liðinu út leiktíðina. „Þetta var …