Vísir einn af aðalstyrktaraðilum körfuboltans í Grindavík

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Vísir hf. hafa gert með sér nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Vísir hf. verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum körfuboltans í Grindavík. Ingibergur Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur, og Erla Ósk Pétursdóttir, mannauðsstjóri Vísis, undirrituðu nýjan samning síðdegis í dag. „Það er ómetanlegt fyrir okkur sem stöndum að baki körfuboltanum í Grindavík að …

Sala á árskortum körfuknattleikdeildar Grindavíkur er hafin

Körfubolti Körfubolti

Sala á árskortum hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur fyrir tímabilið 2020/2021 er hafin. Salan í ár mun fara í gegnum smáforritið Stubbur sem er hægt að nálgast í App Store og Google Play. Árskortasala er mikilvæg fjáröflun fyrir körfuknattleiksdeildina og hvetjum við stuðningsmenn til að kaupa árskort á leiki Grindavíkur í vetur. Árskort gildir á bæði leiki karla og kvennaliðsins. Eftirfarandi kort …

Þorleifur tekur fram skóna

Körfubolti Körfubolti

Þorleifur Ólafsson hefur ákveðið að taka fram körfuboltaskóna að nýju og mun leika með Grindavík í Dominosdeildinni í körfuknattleik í vetur. Þorleifur er einn allra sigursælasti leikmaður í sögu Grindavíkur og hefur unnið alla helstu titla á Íslandi með liði Grindavíkur, auk þess að spila fyrir Íslands hönd sem landsliðsmaður. Hann þurfti að leggja skónna á hilluna fyrir nokkrum árum …

Eric Wise leikur með Grindavík í vetur

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Eric Wise um að leika með liðinu í vetur í Dominos-deild karla. Wise lék með Grindavík við góðan orðstír haustið 2015 en fór frá liðinu um mitt tímabil til að leika í sterkri deild í Suður-Kóreu. Grindavík hafði fyrr í sumar samið við Bandaríkjamanninn Brandon Conley um að leika með liðinu á komandi …

Tímatafla körfuknattleiksdeildar uppfærð – Ný tafla tekur gildi 23. september

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur uppfært sína tímatöflu í samræmi við knattspyrnudeild. Er það gert til að lágmarka árekstra á milli deilda. Ný tafla hefur verið gefin út og tekur hún gildi frá og með 23. september 2020. Æfingatímar verða uppfærðir samkvæmt þessu inn í Sportabler þannig að æfingatímar séu réttir. Hvetjum forráðamenn til að skrá börn sín inn í Sportabler og …

Einhamar styrkir körfuknattleiksdeild Grindavíkur næstu árin

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og  Einhamar Seafood hafa endurnýjað styrktarsamning fyrirtækisins við körfuknattleiksdeildina. Nýr samningur gildir til næstu tveggja keppnistímabila. Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, og Helena Sandra Antonsdóttir, einn eigenda Einhamars, skrifuðu í gær undir nýjan samning. Einhamar hefur um árabil verið öflugur bakhjarl körfuboltans í Grindavík og það samstarf mun halda áfram næstu tvö árin. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma …

Dómaranámskeið KKÍ fer fram á laugardag

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleikssamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeiði núna um helgina. Um er að ræða dagsnámskeið. Námskeiðið fer fram á netinu og fer fram laugardaginn 5. september og er áætlað að það standi yfir milli kl. 09:30 – 16:00. Þátttakendur taka þátt í fjarnámi á netinu og verður farið yfir kennsluefni leiðbeinanda og þátttakendur leysa verkefni saman í hóp. Mikilvægt er að þátttakendur hafi tölvu með …

Æfingar hefjast hjá körfuknattleiksdeild á mánudag – 31. ágúst

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur æfingar hjá yngri flokkum á mánudag eða 31. ágúst næstkomandi. Hvetjum við alla krakka til að mæta til æfingar, bæði þau sem hafa verið að æfa undanfarin ár og ekki síst þá krakka sem vilja prófa að æfa körfubolta. Búið að setja saman eftirfarandi æfingatöflu fyrir veturinn. Við vekjum athygli á því að taflan gæti breyst þegar …

Agnes Fjóla til Grindavíkur

Körfubolti Körfubolti

Grindavík hefur samið við Angesi Fjólu Georgsdóttur sem mun leika með liðinu í 1. deild kvenna í körfuknattleik í vetur. Agnes kemur frá Keflavík, er fædd 2005 og er því 15 ára gömul. Hún er hávaxin leikmaður sem getur leyst flestar stöður og er metnaðarfull. Hún passar vel inn í hópinn okkar og höfum fulla trú á því að við …

Hafliði og Magnús skrifa undir sínu fyrstu samninga

Körfubolti Körfubolti

Hafliði Ottó Róbertsson og Magnús Engill Valgeirsson hafa gert sinn fyrsta samning sem leikmenn meistaraflokks við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Þessir ungu drengir er mjög efnilegir enda stefna þeir báðir hátt. Þeir eru uppaldir leikmenn hjá félaginu og eru góð viðbót við hópinn sem er á fullu í undirbúning fyrir komandi tímabil Körfuknattleiksdeild Grindavíkur lýsir yfir stolti og bindir vonir sínar við að þessir drengir …