Lokahóf Körfuknattleiksdeildar fer fram 19. maí

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Kæra stuðningsfólk
Föstudaginn 19. maí ætlum við hjá KKD. UMFG að halda lokahóf og gera upp nýliðið tímabil með stæl. Þetta verður haldið í Gjánni og mun húsið opna klukkan 19:30. Matur verður á staðnum fyrir svanga frá Soho, Siggeir F. Ævarsson mun stýra hófinu af sinni alkunnu snilld og svo verða auðvitað skemmtiatriði með í bland. Salurinn verður svo opinn aðeins fram eftir þegar auglýstri dagskrá lýkur.
Hægt er að skrá sig á lokahófið með að senda okkur beint skilaboð á facebook körfunnar en kostar það 4.900 per man og vonumst við til að sjá sem flesta 🙂
Áfram Grindavík
💛💙