„Styrkleikar liðsins liggja í breiddinni“

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Dagur Kár Jónsson missti af næstum öllu síðasta tímabili vegna meiðsla, svo að eftirvæntingin fyrir því að spila á ný hlýtur að vera extra mikil. Við settum okkur í samband við hann og tókum púlsinn á honum, nú þegar loks lítur út fyrir að hægt verði að spila körfubolta í efstu deild á ný fljótlega. Hvernig hefur þessi bið lagst …

Körfubolti fyrirferðamikill á heimilinu

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hekla Eik Nökkvadóttir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í desember 2019 og var fljótt farin að spila stórt hlutverk í liði Grindavíkur í efstu deild. Liðið spilar núna í 1. deild og hafði spilað fjóra leiki áður en tímabilið fór í COVID pásu og er óhætt að segja að Hekla hafi byrjað tímabilið stórkostlega með tvöfalda tvennu að meðaltali, 16,8 stig …

Sigtryggur Arnar semur við lið á Spáni

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild karla á tímabilinu. Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild. Brotthvarf Arnars frá Grindavík er liðinu mikil blóðtaka. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum …

„Ánægður með samsetninguna á hópnum“

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

„Þetta er vissulega búið að vera mjög sérstakur tími. Það eru ekki búnir að vera leikir í gangi sem maður skilur ágætlega, en það versta í þessu var að það mátti ekkert æfa, hvorki í körfu né líkamsrækt,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari meistarflokks karla hjá Grindavík, þegar hann er spurður hvernig haustið hefði verið hjá liði Grindavíkur.  „Ég veit …

„Reksturinn á deildinni orðin eins og hjá fyrirtæki“

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Ásgerður Karlsdóttir hætti í stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur núna í vor eftir að hafa setið í stjórn deildarinnar í hartnær tvo áratugi. Ásgerður hefur haldið þétt utan um budduna hjá deildinni síðustu ár með farsælum hætti. Sonur hennar, Jens Valgeir Óskarsson, leikur með meistaraflokki karla, og því mun fylgast áfram grannt með starfinu og liðinu næstu árin. „Ég byrjaði í stjórn …

„Ætlum okkur stóra hluti“

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Kæru Grindvíkingar! Það er búið að taka mig smá tíma að koma mér í sætið til að taka pennann í hönd og rita niður formannspistilinn þetta tímabilið. Það er einhvernveginn allt svo skrítið á þessum margnefndu covid tímum, og ekkert í takt við neitt eins og maður er vanur. Á þessum tíma fyrir ári var körfuboltinn á fullu, allt skýrt …

14 leikmenn úr Grindavík valdir í yngri landslið KKÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

KKÍ hefur tilkynnt æfingahópa yngri landsliða Íslands í aldurshópunum U15, U16 og U18 fyrir sumarið 2021. Grindavík á 14 leikmenn í þessum yngri landsliðshópum sem er frábær árangur fyrir okkar félag. Þeir grindvísku leikmenn sem voru valdir í yngri landslið KKÍ eru eftirfarandi: U16 st.  Agnes Fjóla Georgsdóttir  Grindavík U18 st.  Hekla Eik Nökkvadóttir  Grindavík U18 st.  Hulda Björk Ólafsdóttir …

Jólahumarinn færðu hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur

Körfubolti Körfubolti

Meistaraflokkar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fara í fjáröflun núna fyrir jólin og munu selja humar til stuðningsmanna og allra Grindvíkinga nær og fjær. Um er að ræða skemmtilega fjáröflun en eflaust eru margir sem ætla að hafa humar á borðum um hátíðirnar. Hér er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi og styðja um leið við körfuboltann í Grindavík. Takmarkað …

Jón Axel verður í nýliðavali NBA í nótt

Körfubolti Körfubolti

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikið hefur með Davidson háskólanum undanfarin tímabil, tekur þátt í nýliðavali NBA sem fram fer í dag. Hann gekk til liðs við Fraport Skyliners sem atvinnumaður fyrir þetta tímabil en liðið hans leikur í efstu deild í Þýskalandi. Jón Axel er Grindvíkingum að góðu kunnur, ólst hér upp og lék í nokkur ár með félaginu …

Þorbjörn hf. áfram stór bakhjarl körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Þorbjörn hf. hafa gert með sér nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Þorbjörn hf. hefur um árabil stutt dyggilega að baki körfuboltanum í Grindavík og heldur það farsæla samstarf áfram. Ingibergur Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur, og Gunnar Tómasson, einn eigenda Þorbjarnar hf., undirrituðu nýjan samning síðdegis í dag. „Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að eiga …