Grindavík tapaði sínum öðrum leik í Dominosdeildinni í gær þegar ÍR fór með sigur í Hertz hellinum Leikurinn var jafn og skemmtilegur frá fyrstu mínútu og undir lokin munaði 6 stigum á liðunum 105-99. Stigahæstir hjá Grindavík voru Zeglinski og Jóhann. Á karfan.is er að finna fína umfjöllun um leikinn sem er hér fyrir neðan: „Íslandsmeistarar Grindavíkur gerðu sér ferð …
Fjölnir 74 – Grindavík 79
Fyrsti sigur Grindavíkur í Dominosdeild kvenna kom í gær þegar stelpurnar lögðu Fjölni á útivelli með 5 stigum. Grindavík mætti bæði með nýjan þjálfara og nýjan erlendan leikmann til leiksins og átti Crystal Smith stórleik í gærkveldi með 37 stig. Stelpurnar okkar tóku forystu strax í byrjun og voru alltaf með 5-10 stiga mun fram undir miðjan 4 leikhluta. Fjölnisstelpurnar spýttu …
Bragi hættir sem þjálfari kvennaliðsins
Bragi tók þá ákvörðun að hætta með kvennalið Grindavíkur eftir einungis fimm leiki í deildinni. Eftir stutt stopp hefur Bragi Hinrik Magnússon sagt upp störfum sem þjálfari Grindavíkur stúlkna. Bragi vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar. Taldi það einungis eiga innan stjórnar KKD Grindavíkur. En stelpurnar hafa einungis unnið einn leik í vetur og var það í Lengjubikarnum þegar …
Keflavík – Grindavík í Lengjubikarnum
Liðin í A-riðli Lengjubikarsins mætast í kvöld í tveimur leikjum. Grindavík sækir Keflavík heim en Skallagrímur mætir Haukum á Ásvöllum. Leikur Grindavíkur og Keflavík fer fram í Toyota höllinni klukkan 19:15 Grindavík er efst eftir tvo leiki þar sem þeir unnu bæði Skallagrím og Hauka nokkuð örugglega. Snæfell, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn eru efst í hinum þrem riðlum Lengjubikarsins. Keflavík …
Yngri flokkar að spila um helgina
Það verður nóg að gera hjá nokkrum af yngriflokkum körfuknattleiksdeildarinna um helgina þegar fyrsta umferð Íslandsmótsins fer fram. Hjá stúlkunum leikur 10. flokkur stúlkna í Grindavík og 7. flokkur stúlkna í Hafnarfirði, Hjá strákunum fer minnibolti drengja í Stykkishólm og þá spilar 9.flokkur í Borgarnesi. Hægt er að sjá hvenær leikirnir fara fram efst á heimsíðu körfuknattleiksdeildarinnar (www.umfg.is/karfa)
Grindavík – Njarðvík
Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld klukkan 19:15 í fjórðu umferð Domins deild karla. Grindavík er fyrir leikinn með tvo sigra og eitt tap en Njarðvík einn sigur og tvö töp í fyrstu þremur leikjum Íslandsmótsins. Njarðvík hefur í sínum röðum tvo öflugua útlendinga Jeron Belin sem er með 28.7 stig að meðaltali og Marcus Van sem er hærri …
Grindavík 107 – Njarðvík 81
Grindavík er aftur komin á beinu brautina í Dominos deildinni eftir sigur á grönnum okkar úr Njarðvík í kvöld. Það þarf engan að undra þegar litið er á þjálfarann að varnarleikurinn er og verður öflugur í vetur. 6-0, 14-3 og 22-5 í byrjun leiks gaf tóninn og var sigurinn aldrei í hættu. Hættulegastur í liði gestanna var Marcus Van …
Góður seinni hálfleikur tryggði sigurinn
Grindavík sigraði Skallagrím í Lengjubikarnum í gær með 25 stigum. Var þetta annar leikurinn hjá strákunum í fyrirtækjabikarnum og hafa þeir báðist unnið með meira en 20 stigum. Fyrir leikinn voru margir spenntir að sjá Pál Axel gegn sínum gömlu félögum en hann var meiddur og spilaði ekki. Kom það ekki að sök í fyrri hálfleik því eftir fyrsta leikhluta …
Grindavík – Skallagrímur í kvöld
Annar leikur Grindavíkur í Lengjubikar karla fer fram í kvöld klukkan 19:15 Mætast þar liðin sem unnu sína leiki í fyrstu umferð. Grindavík sigraði Hauka 92-70 og Skallagrímur lagði Keflavík 107-98. Í deildinni hafa bæði lið unnið tvo og tapað einum. Leikurinn ætti því að vera hin besta skemmtun ekki síst vegna þess að Páll Axel Vilbergsson mætir í kvöld …
Þór – Grindavík í kvöld
Grindvíkingar geta nýtt sér suðurstrandaveginn í kvöld og rifjað upp lokin á síðasta tímabili því Grindavík mætir Þór frá Þorlákshöfn í kvöld Er þetta leikur í þriðju umferð Dominosdeildarinnar þar sem Grindavík hefur unnið báða sína leiki. Þór sigraði ÍR í síðustu umferð en töpuðu með tveimur stigum fyrir Njarðvík í fyrstu umferðinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í íþróttamiðstöðinni í …