Góður seinni hálfleikur tryggði sigurinn

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík sigraði Skallagrím í Lengjubikarnum í gær með 25 stigum.

Var þetta annar leikurinn hjá strákunum í fyrirtækjabikarnum og hafa þeir báðist unnið með meira en 20 stigum. 

Fyrir leikinn voru margir spenntir að sjá Pál Axel gegn sínum gömlu félögum en hann var meiddur og spilaði ekki.  Kom það ekki að sök í fyrri hálfleik því eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-27 og í hálfleik 44-52.

Allt annað lið kom til leiks í seinni hálfleik. Eftir 5 mínútur var Grindavík búið að jafna og jók forskotið jafnt og örugglega það sem eftir lifði leiks.  Lokatölur voru 104-79.

Stigahæstir voru Broussard, Zeglinski, Ómar og Jóhann Árni.

Næsti leikur í Lengjubikarnum er gegn Keflavík 29.október.