Grindavík – Njarðvík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld klukkan 19:15 í fjórðu umferð Domins deild karla.

Grindavík er fyrir leikinn með tvo sigra og eitt tap en Njarðvík einn sigur og tvö töp í fyrstu þremur leikjum Íslandsmótsins.

Njarðvík hefur í sínum röðum tvo öflugua útlendinga Jeron Belin sem er með 28.7 stig að meðaltali og Marcus Van sem er hærri í framlagsstigum þar sem hann er með 20.7 að meðaltali.

Ef rýnt er tölfræðina hjá okkar mönnum þá er Aaron Broussard bæði stigahæstur og með flest framlagsstig, 26 stig skoruð að meðaltali.  Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson einnig háir í framlagsstigum.

Grindavík tapaði í síðasta leiknum í deildinni gegn Þór Þorlákshöfn enda margir leikmenn Þórs búnir að bíða í nokkra mánuði eftir hefna ósigursins í úrslitakeppninni.  En þannig er lífið hjá Íslandsmeisturunum, engir vanmetur Grindavík og allir andstæðingar vel gíraðir í leikina.  Sverrir og félagar hafa höndlað það ágætlega og verður spennandi að fylgjast með leiknum í kvöld sem hefst klukkan 19:15