Grindavík – Skallagrímur í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Annar leikur Grindavíkur í Lengjubikar karla fer fram í kvöld klukkan 19:15

Mætast þar liðin sem unnu sína leiki í fyrstu umferð. Grindavík sigraði Hauka 92-70 og Skallagrímur lagði Keflavík 107-98.

Í deildinni hafa bæði lið unnið tvo og tapað einum.

Leikurinn ætti því að vera hin besta skemmtun ekki síst vegna þess að Páll Axel Vilbergsson mætir í kvöld með liði sínu úr Borganesi.