Grindavík 107 – Njarðvík 81

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík er aftur komin á beinu brautina í Dominos deildinni eftir sigur á grönnum okkar úr Njarðvík í kvöld.

Það þarf engan að undra þegar litið er á þjálfarann að varnarleikurinn er og verður öflugur í vetur.  6-0, 14-3 og 22-5 í byrjun leiks gaf tóninn og var sigurinn aldrei í hættu.  

Hættulegastur í liði gestanna var Marcus Van sem skoraði 24 stig og tók heil 22 fráköst.  Hjá Grindavík var sama sagan og í undanförnum leikjum. Aaron Broussard og Sammy Zeglinski stigahæstir, Sigurður Gunnar, Jóhann Árni og Þorleifur næst á eftir.  Björn Steinar átti líka fínan leik þar sem hann skoraði úr þremur af fimm þriggja stiga skotum sínum.

Á sama tíma átti Snæfell stórleik gegn KR þar sem þeir sigruðu þá 104-63 á heimavelli KR. Fjölnir og Stjarnan unnu einnig sína leiki þannig að það eru 4 lið sem eru með 6 stig á toppnum eftir fjórar umferðir.

Næsti leikur Grindavíkur er gegn ÍR á útivelli 1.nóvember.