Fjölnir 74 – Grindavík 79

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Fyrsti sigur Grindavíkur í Dominosdeild kvenna kom í gær þegar stelpurnar lögðu Fjölni á útivelli með 5 stigum.

Grindavík mætti bæði með nýjan þjálfara og nýjan erlendan leikmann til leiksins og átti Crystal Smith stórleik í gærkveldi með 37 stig.

Stelpurnar okkar tóku forystu strax í byrjun og voru alltaf með 5-10 stiga mun fram undir miðjan 4 leikhluta.  Fjölnisstelpurnar spýttu þá í lófanna og jöfnuðu leikinn. Þegar tvær mínútur voru eftir var Fjölnir með tveggja stiga forskot. Harpa og Petrúnella komu Grindavík yfir á lokamínútunum og Crystal Smith skoraði síðustu stgi leiksins af vítalínunni þegar 10 sekúndur voru eftir.

79-74 fyrir Grindavík var því lokatölurnar og Grindavík búið að ná Haukum og Fjölni í stigum.

Næsti leikur hjá Grindavík er einmitt gegn Haukum á laugardaginn í Grindavík.