Auka aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 18.apríl 2024

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til auka aðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram fimmtudaginn 18. apríl næstkomandi og verð hann haldinn í íþróttahúsinu Smáranum, veislusal á 2 hæð og hefst fundurinn kl. 20:00.

Á dagskrá verður farið yfir ársreikninga ársins 2023 og önnur málefni.

Aðalfundur verður svo haldinn í júní 2024 að loknu tímabilinu og verður þá kosið í stjórn og varastjórn, fundurinn verður auglýstur síðar á heimasíðu UMFG og facebook síðu félagsins.

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða vilja taka þátt í starfinu er bent á að hafa samband við Ingiberg Þór Jónasson með tölvupósti á ingibergur@umfg.is

Hvetjum alla til að fjölmenna og taka virkan þátt í starfinu.
Áfram Grindavík!
💛🏀💙