Hópleiksfréttir

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Menn hafa ekki byrjað með neinum látum í hópleiknum þetta árið, aðeins þrjár tíur komið í fyrstu þrem umferðum. Einn á toppnum trónir fisksalinn Óli Sigurpáls í GK36, en eftir honum er þéttur pakki. Strandamenn og Issi ehf. hafa komið mjög á óvart  en ekki var búist við miklu frá þeim en þeir eru aðeins einu stigi frá toppnum, sem …

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundurinn hjá Knattspyrnudeildinni var haldinn fyrir helgi. Framkvæmdastjóri setti fundinn, Bjarni Andrésson var kosinn fundastjóri og Ingvar Guðjónsson fundaritari. Jónas Þórhallsson las skýrslu stjórnar og Þórhallur Benónýsson fór yfir ársreikning 2013 og áætlun 2014. Útúr stjórn fóru þeir Þórhalldur Benónýsson og Ingvar Guðjónsson og inn í stjórn komu Helgi Bogason og Eiríkur Leifsson. Ný inní varastjórn kom Petra Rós Ólafsdóttir. …

Grindavík 3 – Afturelding 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sigraði Aftureldingu í gær í Lengjubikarnum, lokatölur voru 3-1 fyrir Grindavík.  Magnús Björgvinsson skoraði fyrstu tvö mörk okkar manna og Daníel Leó Grétarsson bætti við þriðja markinu. Byrjunarlið Grindavíkur: Benóný Þórhallsson Jordan Edridge, Daníel Leó Grétarsson, Háokn Ívar Ólafsson, Alex Freyr Hilmarsson, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay, Jósef Kristinn Jósefsson, Magnús Björgvinsson, Óli Baldur Bjarnason, Björn Berg Bryde. Varamenn: …

Tap í fyrsta leik Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum í gær þegar þeir mættu Breiðablik í Kórnum.  Leiknum lauk með 2-1 sigri Breiðabliks og var úrslitamarkið skorað úr stórglæsilegri hjólhestaspyrnu á 81. mínútu. Mark Grindavíkur skoraði Alex Freyr Hilmarson þegar hann jafnaði leikinn á 40. mínútu. Byrjunarlið Grindavíkur var skipað eftirfarandi leikmönnum: Óskar Pétursson Jordan Lee Edridge Daníel Leó Grétarsson Hákon Ívar …

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2014. kl. 20:00í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3. Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf.: Skýrsla stjórnar.: Ársreikningur.: Skýrsla unglingaráðs.: Önnur mál. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG

Grindavík – ÍA á morgun klukkan 16:00

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Á morgun klukkan 16:00 er hægt að sjá áhugaverðan leik í Reykjaneshöllinni.  Grindavík mætir þá ÍA í leik um 7. sætið í Fótbolti.net mótinu. Mynd fer að komast á liðið sem keppir í 1.deildinni í ár en búast má við að þessi liði muni helst herja baráttuna um sætið í efstu deild á næsta ári.

Hópleikur og risakerfi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Núna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur.  Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út). Einnig verður sett í enn einn risapottinn    HópleikurNúna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur. Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út). Vinningarnir verða glæsilegir en í fyrra …

Enn einn risapottur og hópleikur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ekki fengust 13 réttir síðast, kerfið skilaði 12 réttum sem gáfu heilar 1200 kr. í vinning eða 12 krónum á hlut.  En þar sem 10 og 11 duttu út verður enn einn risapottur og enn einu sinni verður reynt að ná þrettán í Gula húsið. Um þar næstu helgi (8. Feb) byrjum svo með Hópleik þar sem fyrsti vinningur verður …

Breiðablik 2 – Grindavík 3

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sigraði Breiðablik 3-2 í fótbolti.net mótinu í gær.  Leikurinn fór fram í Fífunni. Matthías kom Grindavík yfir á 14 mínútu og Magnús kom Grindavík í 2-0 fyrir hálfleik.  Heimamenn minnkuðu muninn áður en Magnús kom okkar mönnum í 3-1.   Staðan í A riðli þegar öll liðin hafa leikið tvo leiki er jöfn, allir með bæði sigur og tap. …

Breiðablik – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir Breiðablik í öðrum leik sínum í fótbolti.net mótinu.  Leikurinn fer fram í Fífunni í kvöld og hefst klukkan 19:00. Grindavík tapaði fyrsta leiknum gegn FH en Breiðablik vann sinn leik gegn Keflavík. Erlendur leikmaður er til skoðunar hjá Grindavík, spánverji af filipeyskum ættum sem hefur spilað með Ray í landsliði Filippseyja.  Verður áhugavert að fylgjast með honum í …