Hópleikur og risakerfi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Núna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur.  Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út).

Einnig verður sett í enn einn risapottinn 

 

Hópleikur
Núna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur. Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út).
Vinningarnir verða glæsilegir en í fyrra unnu þeir félagar Gummi Bjarna og Bjarni Rúnar ferð á Enska sem þeir nýttu einmitt þessa helgi og ætlað skella sér á leik Manchester United og Fulham í 4 daga ferð til Manchester
Það verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og verða þau auglýst síðar.
Engin takmörk er á því hvað menn mega verið margir í hóp eða hvað menn mega verið í mörgum hópum en hámarksupphæð í hverri viku er 12.168kr.

Risakerfi
Það fengust 12 réttir á Risakerfið um síðustu helgi og heildavinningurinn var um 8000kr. Enn einu sinni er Risapottur og enn einu sinni ætlum við að freista þess að næla í þann stóra eina sem þú þarft að gera er að fylgja leiðbeiningunum hér að neðan en hluturinn kostar 3000 kr.
sölu líkur 12:30 á laugardeginum – seljum hluti þangað til!

Þeir sem eiga inneign og ætla að nota e-ð af henni til að kaupa hlut verða að melda sig inn hjá Bjarka á email bjarki@thorfish.is.
Þeir sem eru að koma nýjir inn þurfa að leggja inn fyrir þeim hlutum sem þeir ætla að kaupa. Þið þurfið að leggja inná reikning 0143-05-060020, kt: 640294-2219 og senda staðfestingu á bjarki@thorfish.is.
Einnig er hægt að kíkja í kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi uppí Gula húsi en það er opið á laugardögum frá 11-14.