Breiðablik – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir Breiðablik í öðrum leik sínum í fótbolti.net mótinu.  Leikurinn fer fram í Fífunni í kvöld og hefst klukkan 19:00.

Grindavík tapaði fyrsta leiknum gegn FH en Breiðablik vann sinn leik gegn Keflavík.

Erlendur leikmaður er til skoðunar hjá Grindavík, spánverji af filipeyskum ættum sem hefur spilað með Ray í landsliði Filippseyja.  Verður áhugavert að fylgjast með honum í kvöld.

Síðasti leikur Grindavíkur í riðlinum er næstkomandi laugardag þegar þeir mæta Kefalvík klukkan 10 í Reykjaneshöll.