Enn einn risapottur og hópleikur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ekki fengust 13 réttir síðast, kerfið skilaði 12 réttum sem gáfu heilar 1200 kr. í vinning eða 12 krónum á hlut.  En þar sem 10 og 11 duttu út verður enn einn risapottur og enn einu sinni verður reynt að ná þrettán í Gula húsið.

Um þar næstu helgi (8. Feb) byrjum svo með Hópleik þar sem fyrsti vinningur verður væntanlega ferð fyrir 2 á leik í Ensku, en það verður auglýst betur eftir helgi.

Við erum byrjaðir að selja í stóra seðilinn fyrir næsta laugardags. Potturinn fyrir 13 rétta verður um 250 milljónir. Sama regla og síðast, sölu líkur 12:30 á laugardeginum – seljum hluti þangað til!

Þeir sem eiga inneign og ætla að nota e-ð af henni til að kaupa hlut verða að melda sig inn hjá Bjarka á email bjarki@thorfish.is. Þeir sem eru að koma nýjir inn þurfa að leggja inn fyrir þeim hlutum sem þeir ætla að kaupa. Þið þurfið að leggja inná reikning 0143-05-060020, kt: 640294-2219 og senda staðfestingu á bjarki@thorfish.is.

Þetta er síðasti stóri seðill í bili en ef potturinn fer yfir 200 millurnar eða í kringum það þá látum við vaða aftur! Getið byrjað að melda ykkur inn……..