Grindavíkurliðinu ætlar að reynast erfitt að tryggja sér sæti meðal bestu en þetta er ennþá í okkar höndum Vel var mætt á völlinn í kvöld og fínn stuðningur lengst af. Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum: Óskar í markinu, Orri og Ólafur hafsentar og Alexander og Jósef bakverðir. Á miðri miðjunni voru Jamie og Jóhann. Fyrir framan þá Óli Baldur, Scotty …
Þurfum ekki að hræðast neitt
Nú eru 30 tímar í leik Grindavíkur og Fram og menn farnir að setja sig í gírinn. Í leikskrá sem kemur út í dag er viðtal við þjálfara liðsins. Undirbýrð þú liðið eitthvað öðruvísu fyrir þennan leik heldur en aðra í sumar?Nei maður reynir að haga undirbúningnum eins fyrir alla leiki. Ekkert að gera meira úr þessum leik en öðrum. …
Leikmenn komu færandi hendi
Nemendur í 1. bekk Hópsskóla fengu heldur betur góða heimsókn í morgun þegar Óskar Pétursson og Jósef Kristinn Jósefsson, leikmenn knattspyrnuliðs Grindavíkur, komu færandi hendi. Þeir gáfu öllum nemendum, fyrir hönd unglingaráðs knattspyrnudeildar, fótbolta að gjöf sem sló heldur betur í gegn. Verður þetta árlegur viðburður hér eftir. Æfingar hjá yngri flokkunum í fótbolta hefjast á mánudaginn og er hægt …
Æfingatafla fótboltans í vetur
Eftir örstutt sumarfrí hefjast æfingar yngri flokkanna hjá knattspyrnudeild Grindavíkur næsta mánudag í Hópinu. Þjálfarar eru flestir þeir sömu en Bentína Frímannsdóttir íþróttakennaranemi hefur bæst í hóp vel menntaðra og reyndra þjálfara hjá knattspyrnudeildinni. Æfingatöfluna er að finna hér.
Upp á líf og dauða
Grindavík mætir sem kunnugt er Fram í Pepsideild karla á sunnudaginn kl. 16:00 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið nær að halda sæti sínu í deildinni. Í kvöld verður sendur boðsmiði á leikinn í öll hús í Grindavík í formi leikskrár sem gildir sem aðgöngumiði fyrir 4. Óskar Pétursson markvörður og fyrirliði hefur staðið vaktina með mikilli prýði í sumar …
Kvennalandsliðið æfði á Grindavíkurvelli
„Kvennalandsliðið æfði í gær í Grindavík og voru móttökurnar að hætti heimamanna, höfðinglegar. Eftir æfingu voru stelpurnar allar leystar út með kraftmikilli gjöf, flösku af Lýsi, sem vafalaust á eftir að koma sér vel fyrir leikinn gegn Belgíu í kvöld,” segir á heimasíðu KSÍ í dag. Leikurinn á Laugardalsvelli hefst kl. 19:30 í kvöld en miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. …
Töpuð stig
Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í átta leikjum í dag þegar FH komu og unnu 3-1 Okkar menn voru langt frá því að sýna sitt rétta andlit í þessum leik. FH hefur oft komið hingað og sýnt mun betri leik en þeir virtust ekki þurfa að gera mikið til að vinna slappa Grindvíkinga. Fyrsta mark FH skoraði Atli Guðnason þegar …
Grindavík – FH í dag
Leikur dagsins á Grindavíkurvelli er Grindavík-FH í 20. umferð Pepsi deild karla. Nær Grindavík áttunda leik sínum í sumar án taps og bætir þar með félagsmetið? Eitt eða þrjú stig eru allavega mjög mikilvæg sem endra nær. Stutt er niður í Fram en styttra í 7. sætið þar sem Keflavík, Þór og Breiðablik eru öll bara með eitt stig meira. …
Leik frestað
Leik Grindavíkur og FH sem átti að fara fram í dag klukkan 17:00 hefur verið frestað. Þess í stað munu liðin mætast á Grindavíkurvelli á morgun, mánudaginn 19.sept, klukkan 17:00
Skemmtilegir leikir í dag
Grindavík mætir KR á KR-vellinum í dag klukkan 17:15 í 19.umferð Pepsi deild karla. Karlaliðið í körfubolta á einnig leik í dag gegn Stjörnunni í Reykjanesmótinu. Leikirnir á KR-vellinum hafa oft á tíðum verið hin besta skemmtun og Grindavík hefur gengið ágætlega þar undanfarin 10 ár þó heldur hefur hallað á okkar menn í síðustu leikjum. KR mátti þola tap …