Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Í gær fór fjórði leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið.

Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að slík hegðun er með öllu óásættanleg.

Við berum öll ábyrgð á okkar hegðun og þegar við klæðumst einkennisbúningi okkar félags þá er mikilvægt að við endurspeglum þau gildi sem félögin standa fyrir. Við hvetjum alla félagsmenn innan vallar sem utan til að standa vörð um þau.

F.h. kkd. Grindavíkur & kkd. Stjörnunnar.
Ingibergur Þór Ólafarson,
formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
Hilmar Júlíusson,
formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar