Sylvía Sól valin í U-21 árs landsliðshóp LH 2020

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Landssamband hestamannafélaga kynnti landsliðshópa LH fyrir árið 2020 í síðustu viku. Landsliðsþjálfarar LH, Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U-21 árs landsliðs tilkynntu knapana sem valdir hafa verið í hópana. Við val á knöpum í landsliðshópana er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu.

Grindvíkingurinn Sylvía Sól Magnúsdóttir hefur verið valinn í U-21 árs hópinn en Sylvía Sól var tilnefnd til íþróttakonu Grindavíkur 2019 fyrir gott gengi á síðasta ári. 

Sylvía Sól er önnur frá hægri í neðri röð. 

Við óskum Sylvíu Sól innilega til hamingju með landsliðssætið og um leið velfarnaðar í hestaíþróttinni.