Einar Karl gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson er genginn til liðs við Grindavík og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Einar Karl, sem er 29 ára gamall, hefur undanfarin tímabil leikið með Stjörnunni en hann á að baki mjög farsælan feril með liðum líkt og FH, Breiðabliki, Val og Fjölni. Einar Karl þekkir ágætlega til hjá Grindavík en hann lék með …

Jóhann vann Mývatnshringinn

Ungmennafélag GrindavíkurHjól, Íþróttafréttir, UMFG

Jóhann Dagur Bjarnason sigraði mývatnshringinn sem haldinn var í tengslum við mývatnsmaraþon og var vegalengdin 42 km að þessu sinni. stutt keppni en á frekar háu tempói og kláraði hann hringinn á 1 klst og 7 mínútum eða á rúmlega 38 km/klst. keppnin byrjaði þannig að hraðinn var keyrður upp strax í upphafi til að reyna að slíta hópinn eins …

Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í gær fór fjórði leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að …

Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íþróttaafreka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurbær auglýsir eftir styrkumsóknum vegna íþróttaafreka. Styrkirnir skiptast í landsliðsstyrki, afreksstyrki, fræðslustyrki og stuðningsstyrki. Vakin er athygli á því að frestur til þess að sækja um fræðslustyrki rennur út 25. febrúar nk. Um aðra styrki er hægt að sækja um allt árið. Grindavíkurbær hvetur íþróttafélög, íþróttafólk, þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþróttafélaga til þess að sækja um þá styrki sem eru …

Til stuðningsfólks Grindavíkur í körfuknattleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það styttist í bikarviku Geysisbikars KKÍ í Laugardalshöllinni en Grindavík mætir Fjölni miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17:30. MJÖG MIKILVÆGT er að stuðningsfólk kaupi miðann sinn af þessum tengli.  Ef farið er í gegnum síðu Tix.is og leikurinn valinn þar þá rennur andvirði miðans til KKÍ en ekki beint til Körfuknattleiksdeildar UMFG. MJÖG MIKILVÆGT er því að fara hér inn og kaupa miða   Körfuknattleiksdeild …

Nýtt íþróttahús vígt og UMFG 85 ára í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ungmennafélag Grindavíkur fagnar í dag 85 ára afmæli en það var stofnað árið 1935. Í tilefni afmælisins var nýtt íþróttahús formlega vígt í gær og bauðst íbúum að koma og fá sér hressingu og skoða húsið. Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs stýrði dagskrá vígslunnar en Fannar Jónasson bæjarstjóri flutti ávarp auk hans flutti Bjarni Már Svavarsson, formaður UMFG ávarp í tilefni dagsins. …

Sylvía Sól valin í U-21 árs landsliðshóp LH 2020

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Landssamband hestamannafélaga kynnti landsliðshópa LH fyrir árið 2020 í síðustu viku. Landsliðsþjálfarar LH, Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U-21 árs landsliðs tilkynntu knapana sem valdir hafa verið í hópana. Við val á knöpum í landsliðshópana er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu. Grindvíkingurinn Sylvía Sól Magnúsdóttir hefur verið valinn í U-21 …