Grindavík skellti KFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði KFÍ öðru sinni í riðlakeppni Lengjubikars karla í körfbolta með 16 stiga mun, 103-87. Grindavík gerði út um leikinn í þriðja leikhluta með því að skora 28 stig gegn 10 stigum Vestfirðingar sem eru efstir í 1. deild en Grindavík er sem kunnugt er efst í úrvalsdeild.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Giordon Watson skoruðu 19 stig hvor fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson 16. 

Grindavík var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum fyrir leikinn.