Grindavík í undanúrslit Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lenti í talsverðum vandræðum með Fjölni í Lengjubikarnum í gærkvöldi en náði að landa 5 stiga sigri, 83-78, að lokum eftir góðan endasprett. Þar með tryggði Grindavík sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af riðlakeppninni.

Grindavík hefur unnið alla tólf leiki sína á tímabilinu. Þeir unnu KR í Meistarakeppni KKÍ, hafa unnið alla sex leiki sína í Iceland Express deild karla og alla fimm leiki sína í Lengjubikarnum. Sigurganga liðsins heldur því áfram.

Grindavík: Giordan Watson 19, J’Nathan Bullock 18/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 7/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 4, Þorsteinn Finnbogason 3, Ómar Örn Sævarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.

Mynd: Karfan.is