Fyrsta tap Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla á leiktíðinni þegar nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn komu í heimsókn. Þór vann með fjögurra stiga mun, 80-76 eftir að hafa unnið síðasta leikhlutann með níu stiga mun. Þar með skutu Þorlákshafnarbúar Grindvíkingum niður á jörðina eftir sigurinn í Lengjubikarnum.

 

 

Grindvíkingar voru ekki sjálfum sér líkir í þessum leik. En um helgina er bikarslagur gegn Haukum og þá er eins gott að mæta einbeittir til leiks!

(16-12, 18-21, 22-16, 20-31)
Grindavík: J’Nathan Bullock 21/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/4 fráköst/6 stolnir, Giordan Watson 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 9, Þorleifur Ólafsson 7/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4/4 fráköst.