Hörku leikur – og bílabón!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þrátt fyrir að allt sé á kafi í snjó verður stórleikur í körfuboltanum í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn kl. 19:15 í Röstinni. Ekki er fært Suðurstrandarveginn en Þorlákshafnarbúar mæta engu að síður á svæðið en liðinu fylgir kröftugur og skemmtilegur stuðningsmannahópur.

Helgina 16. og 17. desember verður körfuboltinn með sitt árlega bílabón. Miði verður sendur í hús með nánari upplýsingum en hægt er að panta tíma strax hjá:
Jóni Gauta s. 840 1719
Jói þjálfari s. 862 8145.