Ray mætti Beckham

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindvíkinga, var í liði Filippseyja sem tapaði 6-1 gegn LA Galaxy í æfingaleik um síðustu helgi. LA Galaxy er í æfingaferð í Asíu þessa stundina og allir helstu leikmenn liðsins eru með í för. Þar á meðal eru David Beckham og Robbie Keane en þeir voru báðir á skotskónum.

Um það bil 10 þúsund manns mættu á leikinn í dag en heimamenn áttu lítinn möguleika.

 

Auk Beckham og Keane náðu Mike Magee, Adam Cristman (2) og Gregg Berhalter að skora fyrir LA Galaxy en Phil Younghusband skoraði mark heimamanna.

Á myndinni er Ray að kljást við sjálfan Beckham í leiknum en grein um leikinn má sjá hér.

Hér að neðan má sjá myndband með mörkunum úr leiknum.