Bikartvenna í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í dag er bikartvenna í Röstinni þegar Grindavík og ÍG taka á móti öflugum andstæðingum. ÍG mætir Njarðvík í hörku bikarslag þar sem ÍG mun tefla fram öllum sínum gömlu kanónum en leikurinn hefst kl. 17. Strax á eftir kl. 19:15 tekur Grindavík á móti Haukum í öðrum bikarslag.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna en þjálfari Hauka er enginn annar en Pétur Guðmundsson fyrrverandi fyrirliði og aðstoðarþjálfari Grindvíkinga.