Stórsigur Grindavíkur en stórtap ÍG

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík komst örugglega áfram í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ eftir stórsigur á Haukum en ÍG er úr leik eftir rassskellingu gegn úrvalsdeildarliði Njarðvíkur. Bæði Grindavíkurliðin voru í eldlínunni í Röstinni þegar boðið var upp á bikartvennu.

ÍG steinlá fyrir Njarðvík með 63ja stiga mun, 55-118, en í lið ÍG vantaði nokkra ása sem hafa staðið sig vel í 1. deildinni.
ÍG: Guðmundur Bragason 16/21 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Arthur Friðriksson 15/5 fráköst, Helgi Már Helgason 9/7 fráköst, Tómas Guðmundsson 5, Hjalti Már Magnússon 5/4 fráköst, Eggert Daði Pálsson 3/5 fráköst/6 stoðsendingar, Andri Páll Sigurðarsson 2.

Grindavík pakkaði lærisveinum Péturs Guðmundssonar í Haukum saman með 36 stiga mun, 95-59. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna. Stig Grindavíkur:
Giordan Watson 24/6 stoðsendingar, J’Nathan Bullock 20/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 13, Ómar Örn Sævarsson 11/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3/5 fráköst, Einar Ómar Eyjólfsson 2, Jóhann Árni Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 1