Landsbankinn í Grindavík og Golfklúbbur Grindavíkur hafa undirritað nýjan samstarfssamning til þriggja ára. Markmið samningsins er að styðja við golfíþróttina í bæjarfélaginu með sérstakri áherslu á barna-og unglingastarf klúbbsins. Undirritunin fór fram fimmtudaginn 22. desember. Samhliða undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Golfklúbbs Grindavíkur færði Landsbankinn höfðinglegt fjárframlag í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbs Grindavíkur í ár. Styrkurinn er sérstaklega hugsaður …
Tilnefningar til íþróttamanns og konu ársins
Kjöri á íþróttamanni og konu ársins 2011 í Grindavík verður lýst á gamlársdag í hófi í Hópsskóla. Rétt til að tilnefna hafa allar deildir UMFG sem og íþróttafélög í Grindavík sem eru aðilar að Íþróttabandalagi Suðurnesja. Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir þá sem léku sína fyrstu landsleiki á árinu, Íslandsmeistarar ársins verða heiðraðir og öllum deildum innan UMFG og íþróttafélögum …
Efnilegir körfuboltakrakkar
Landsliðsþjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið æfingahópa sína fyrir komandi mót. Nokkrir krakkar úr Grindavík eru í þessum hópum og fá þau tækifæri til þess að reyna að komast í lokahóp landsliðanna í vor. U16 og U18 liðin fara á Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð og U15 ára liðin fara á alþjóðlegt mót í Kaupmannahöfn. Í kjölfarið fara síðan …
Háspenna í Hóminum – Grindavík hafði betur eftir tvíframlengdan leik
Grindavík situr í efsta sæti deildarinnar þegar árið 2012 gengur í garð eftir háspennuleik í Stykkishólmi. Grindavík hafði sigur með 110 stigum gegn 105 eftir tvíframlengdan leik. Grindavík lék án bræðranna Páls Axels og Ármanns Vilbergssona en bandarísku leikmennirnir í Grindavíkurliðinu fóru á kostum. Í umfjöllun á karfan.is segir: „Í uppahfi var jafn leikur í gangi og staðan 7-7. Grindavík …
Stórsigur Grindavíkur en stórtap ÍG
Grindavík komst örugglega áfram í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ eftir stórsigur á Haukum en ÍG er úr leik eftir rassskellingu gegn úrvalsdeildarliði Njarðvíkur. Bæði Grindavíkurliðin voru í eldlínunni í Röstinni þegar boðið var upp á bikartvennu. ÍG steinlá fyrir Njarðvík með 63ja stiga mun, 55-118, en í lið ÍG vantaði nokkra ása sem hafa staðið sig vel í 1. …
Stelpurnar sitja sem fastast á toppnum
Grindavíkurstelpurnar tóku á móti Stjörnunni á laugardaginn í Röstinni í B-deild körfuboltans. Um toppslag var að ræða. Eina tap stelpnanna kom einmitt á móti Stjörnustúlkum í fyrsta leik vetrarins. Strax í byrjun var ljóst að stelpurnar okkar ætluðu að selja sig dýrt. Stjarnan byrjaði leikinn þó betur þar sem að sóknarleikur okkar gekk ekki sem skildi. Ákveðinn og góð vörn með …
Bikartvenna í Röstinni
Í dag er bikartvenna í Röstinni þegar Grindavík og ÍG taka á móti öflugum andstæðingum. ÍG mætir Njarðvík í hörku bikarslag þar sem ÍG mun tefla fram öllum sínum gömlu kanónum en leikurinn hefst kl. 17. Strax á eftir kl. 19:15 tekur Grindavík á móti Haukum í öðrum bikarslag. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna en þjálfari Hauka er …
Fyrsta tap Grindavíkur
Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla á leiktíðinni þegar nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn komu í heimsókn. Þór vann með fjögurra stiga mun, 80-76 eftir að hafa unnið síðasta leikhlutann með níu stiga mun. Þar með skutu Þorlákshafnarbúar Grindvíkingum niður á jörðina eftir sigurinn í Lengjubikarnum. Grindvíkingar voru ekki sjálfum sér líkir í þessum leik. En um …
Hörku leikur – og bílabón!
Þrátt fyrir að allt sé á kafi í snjó verður stórleikur í körfuboltanum í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn kl. 19:15 í Röstinni. Ekki er fært Suðurstrandarveginn en Þorlákshafnarbúar mæta engu að síður á svæðið en liðinu fylgir kröftugur og skemmtilegur stuðningsmannahópur. Helgina 16. og 17. desember verður körfuboltinn með sitt árlega bílabón. Miði verður sendur í …
Ray mætti Beckham
Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindvíkinga, var í liði Filippseyja sem tapaði 6-1 gegn LA Galaxy í æfingaleik um síðustu helgi. LA Galaxy er í æfingaferð í Asíu þessa stundina og allir helstu leikmenn liðsins eru með í för. Þar á meðal eru David Beckham og Robbie Keane en þeir voru báðir á skotskónum. Um það bil 10 þúsund manns mættu á leikinn …