Landsbankinn styrkir GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Landsbankinn í Grindavík og Golfklúbbur Grindavíkur hafa undirritað nýjan samstarfssamning til þriggja ára. Markmið samningsins er að styðja við golfíþróttina í bæjarfélaginu með sérstakri áherslu á barna-og unglingastarf klúbbsins. Undirritunin fór fram fimmtudaginn 22. desember. 

Samhliða undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Golfklúbbs Grindavíkur færði Landsbankinn höfðinglegt fjárframlag í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbs Grindavíkur í ár. Styrkurinn er sérstaklega hugsaður til uppbyggingar unglinga- og barnastarfs hjá klúbbnum. Landsbankinn hefur undanfarin ár verið einn helsti styrktar- og stuðningsaðili golfklúbbsins og stutt sérstaklega vel við bakið á uppbyggingarstarfi GG. Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur færir þeim hugheilar þakkir fyrir ómetanlegt framlag sem án efa mun styrkja klúbbinn enn frekar í því að byggja upp kylfinga framtíðarinnar.

Aðalfundur GG er svo í kvöld, fimmtudaginn 29. desember, kl. 19:30 í Salthúsinu (efri hæðin).

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

Fundur settur

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Fundargerð síðasta aðalfundar lesin

Skýrsla stjórnar

Skýrsla gjaldkera

Umræður um skýrslu stjórnar og skýrslu gjaldkera

Kosning formanns

Kosning stjórnar og varastjórnar

Ársgjöld 2012

Önnur mál

Auglýst er eftir góðu fólki í stjórn klúbbsins og í nefndir á vegum hans. Sérstaklega er bent á mikilvægi þess að fylla í mótanefnd (4 aðilar) Ábendingar og tilkynningar sendist til gggolf@gggolf.is, merkt aðalfundur GG 2011.

Mynd:  Páll Erlingsson formaður GG og Valdimar Einarsson útibússtjóri Landsbankans í Grindavík skrifa undir samninginn.