Helgi Jónas valinn besti þjálfarinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Verðlaunaafhending í úrvalsdeild karla í körfubolta fyrir bestu frammistöðuna eftir fyrri hluta mótsins fór fram í dag. Þar var Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur valinn besti þjálfarinn. Þrátt fyrir að sitja í efsta sæti deildarinnar komst enginn leikmaður á blað hjá Grindavík í úrvalsliðinu: Úrvalsliðið fyrri umferðarinnar er þannig skipað: Darrin Govens · Þór ÞorlákshöfnMagnús Þór Gunnarsson · KeflavíkÁrni Ragnarsson …

Gummi Braga með 29 fráköst!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aldursforetinn í 1. deildarliði ÍG, Guðmundur Bragason, gerði sér lítið fyrir og hirti 29 fráköst þegar ÍG mætti ÍA í 1. deildinni um helgina. Guðmundur skoraði jafnframt 9 stig en stórleikur hans dugði skammt því ÍG tapaði með 12 stiga mun, 72-84. Skotnýting Guðmundar var reyndar slök en hann hitti úr 19% skota sinna.  ÍG lenti snemma undir og staðan …

Bikarveisla í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Margir áhugaverðir leikir eru hjá yngri flokkunum í körfuknattleik í vikunni en nú er bikarvika í gangi. 10. flokkur drengja hóf veisluna í gær með því að leggja Stjörnuna að velli 50-34 og komst því áfram í bikarnum. Aðrir leikir í vikunni eru: 10. flokkur stúlkna Grindavík – Njarðvík 17. jan. klukkan 18:00 9. flokkur drengja Grindavík – Njarðvík 18. jan. …

Óskar framlengdi um 3 ár

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óskar Pétursson markvörður og fyrirliði Grindavíkur skrifaði undir nýja 3ja ára samning við liðið í kvöld. Gamli samningurinn gilti til loka þessa árs en nýi samningurinn gildir til ársloka 2014. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Grindvíkinga enda var Óskar valinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð eftir frábæra frammistöðu.

Grindavík fær flottan liðsauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hefur bætt við sig þriðja bandaríska leikmanninum í herbúðir sínar í úrvalsdeild karla. Ryan Pettinella sem lék með Grindavík í fyrravetur við góðan orðstýr er kominn til landsins og leikur með liðinu í vetur. Pettinella leikur í stöðu miðherja eða framherja en kappinn er 2.06 m á hæð og rúmlega 100 kg. Mynd: vf.is

Landsbyggðin tapaði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það var boðið uppá æsispennandi Stjörnuleik KKÍ í Dalhúsum á laugardaginn þegar Höfuðborgarsvæðið tók á móti Landsbyggðinni. Grindvíkingar komu þar nokkuð við sögu.  Það var jafnt á öllum tölum allan leikinn og spennuþrungnar lokamínútur. Emil Þór Jóhannsson setti síðustu stig leiksins þegar hann negldi þrist úr horninu og kom Höfuðborgarsvæðinu yfir 142-140 og reyndust það lokatölur leiksins. Stigahæstur í liði …

Grindavík lagði ÍBV

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann 2-1 sigur á ÍBV í 1. umferð í Fótbolta.net mótinu í Kórnum um helgina. Paul McShane skoraði sigurmarkið. Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir strax í upphafi leiksins með vel afgreiddu skoti úr teignum eftir undirbúning Gunnars Más Guðmundssonar. Meira var ekki skorað í fyrri hálfleiknum og staðan því 1-0 fyrir eyjamenn þegar flautað var til hálfleiks. Pape Mamadou …

Góður árangur á afmælismóti JSÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í helgina fór fram afmælismót Júdósambands Íslands fyrir aldurshópinn 11-19 ára. Þrír Grindvíkingar tóku þátt og kræktu þeir allir í verðlaun. Marcin Ostrowski fékk silfur í -55kg flokki U15. Guðjón Sveinsson fékk silfur í -66kg flokki í U20. Sigurpáll Albertsson fékk gull í -90kg flokki í U20. Marcin keppti í -55 kg 13-14 ára og voru þeir 4 í flokknum. …

Bikarslagur í 10. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

10. flokkur drengja í körfubolta mætir Stjörnunni í bikarleik í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við hörku rimmu. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta og styðja við bakið á þessum efnilegu piltum.

Grindavík vann uppgjör toppliðanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík skelli Stjörnunni 75-67 í uppgjöri toppliðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta í Garðabæ og hefur nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Þetta var tíundi sigurleikur liðsins í síðustu ellefu leikjum og ánægjulegt að sjá að bikartapið á dögunum sat ekkert í okkar mönnum. Grindavík tók leikinn strax í sínar hendur og hafði 9 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. …