Grindavík fær flottan liðsauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hefur bætt við sig þriðja bandaríska leikmanninum í herbúðir sínar í úrvalsdeild karla. Ryan Pettinella sem lék með Grindavík í fyrravetur við góðan orðstýr er kominn til landsins og leikur með liðinu í vetur.

Pettinella leikur í stöðu miðherja eða framherja en kappinn er 2.06 m á hæð og rúmlega 100 kg.

Mynd: vf.is