Óskar framlengdi um 3 ár

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Óskar Pétursson markvörður og fyrirliði Grindavíkur skrifaði undir nýja 3ja ára samning við liðið í kvöld. Gamli samningurinn gilti til loka þessa árs en nýi samningurinn gildir til ársloka 2014.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Grindvíkinga enda var Óskar valinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð eftir frábæra frammistöðu.