Grindavík vann uppgjör toppliðanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík skelli Stjörnunni 75-67 í uppgjöri toppliðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta í Garðabæ og hefur nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Þetta var tíundi sigurleikur liðsins í síðustu ellefu leikjum og ánægjulegt að sjá að bikartapið á dögunum sat ekkert í okkar mönnum.

Grindavík tók leikinn strax í sínar hendur og hafði 9 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Stjörnunni tókst að klóra í bakkann í öðrum leikhluta en þann þriðja vann Grindavík með 10 stiga mun og þar með var dagskránni lokið.

Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J’Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2.

Staðan í deildinni:

1. Grindavík 11 10 1 953:817 20
2. Stjarnan 11 8 3 986:926 16
3. Keflavík 11 8 3 1017:943 16
4. Þór Þ. 11 7 4 946:901 14
5. KR 10 6 4 849:864 12
6. ÍR 10 5 5 877:883 10
7. Fjölnir 11 5 6 939:974 10
8. Tindastóll 11 5 6 931:964 10
9. Snæfell 10 4 6 963:943 8
10. Njarðvík 11 4 7 920:951 8
11. Haukar 11 2 9 858:946 4
12. Valur 10 0 10 767:894 0

Mynd: karfan.is