Helgi Jónas valinn besti þjálfarinn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Verðlaunaafhending í úrvalsdeild karla í körfubolta fyrir bestu frammistöðuna eftir fyrri hluta mótsins fór fram í dag. Þar var Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur valinn besti þjálfarinn. Þrátt fyrir að sitja í efsta sæti deildarinnar komst enginn leikmaður á blað hjá Grindavík í úrvalsliðinu:

Úrvalsliðið fyrri umferðarinnar er þannig skipað:

Darrin Govens · Þór Þorlákshöfn
Magnús Þór Gunnarsson · Keflavík
Árni Ragnarsson · Fjölnir
Marvin Valdimarsson · Stjarnan
Finnur Atli Magnússon · KR

Besti leikmaðurinn: Darrin Govens · Þór Þorlákshöfn

Dugnaðarforkurinn: Nathan Walkup · Fjölnir

Besti þjálfarinn: Helgi Jónas Guðfinnsson · Grindavík

Besti dómarinn: Sigmundur Már Herbertsson