Landsbyggðin tapaði

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Það var boðið uppá æsispennandi Stjörnuleik KKÍ í Dalhúsum á laugardaginn þegar Höfuðborgarsvæðið tók á móti Landsbyggðinni. Grindvíkingar komu þar nokkuð við sögu. 

Það var jafnt á öllum tölum allan leikinn og spennuþrungnar lokamínútur. Emil Þór Jóhannsson setti síðustu stig leiksins þegar hann negldi þrist úr horninu og kom Höfuðborgarsvæðinu yfir 142-140 og reyndust það lokatölur leiksins.

Stigahæstur í liði Höfuðborgarsvæðisins var Hayward Fain úr Haukum með 22 stig og næstur honum var Nathan Walkup úr Fjölnimeð 20 stig.

Stighæsti leikmaður Landsbyggðarinnar var Darrin Govens með 41 stig og Quincy Hankins-Cole setti 18 stig.

Nathan Walkup leikmaður Fjölnis var valinn besti maður leiksins en hann setti 20 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Jón Ólafur Jónsson, úr Snæfelli, er þriggja-stiga meistarinn 2012.

Átta leikmenn tóku þátt í þriggja-stigakeppninni að þessu sinni og komust fjórir þeirra í úrslit.

Í úrslitum voru þeir Jón Ólafur, Pálmi Sigurgeirsson, Snæfelli, Darrin Govens, Þór Þ. og J´Nathan Bullock úr Grindavík.

Forkeppni:
Jón Ólafur Jónsson Snæfell 15 stig
J´Nathan Bullock Grindavík 14 stig
Pálmi Sigurgeirsson Snæfell 13 stig
Darrin Govens Þór Þ. 12 stigQuincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, er troðslumeistari 2012. Hann mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum.

Ásamt Quincy og Nathan voru þeir Christopher Smith úr Haukum og Giordan Watsons úr Grindavík sem tóku þátt.

Eftir frábær úrslit var það Snæfellingurinn Quincy sem stóð uppi sem sigurvegari.

Forkeppni:
Quincy Hankins-Cole · 28 stig
Nathan Walkup · 28 stig
Giordan Watson · 26 stig
Christopher Smith · 24 stig