Bikarveisla í körfunni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Margir áhugaverðir leikir eru hjá yngri flokkunum í körfuknattleik í vikunni en nú er bikarvika í gangi. 10. flokkur drengja hóf veisluna í gær með því að leggja Stjörnuna að velli 50-34 og komst því áfram í bikarnum. Aðrir leikir í vikunni eru:

10. flokkur stúlkna Grindavík – Njarðvík 17. jan. klukkan 18:00 
9. flokkur drengja Grindavík – Njarðvík 18. jan. klukkan 20:00 
Drengjaflokkur Grindavík – Skallagrímur 20. jan. klukkan 18:30

Við hvetjum alla til að mæta og hvetja krakkana áfram í bikarnum.