Fyrsti leikur Grindavíkur í 1. deild kvenna í knattspyrnu fer fram í dag á Grindavíkurvelli kl. 13:00 (ekki 14 eins og áður var auglýst). Þá kemur BÍ/Bolungarvík í heimsókn og er aðgangur ókeypis. Grindavík teflir fram ungu og efnilegu liði í dag undir stjórn Goran Lukic. Grindavík féll í fyrra úr úrvalsdeildinni. Útlendu leikmennirnir hafa allir yfirgefið liðið ásamt …
Suðurnesjaslagur í 32ja liða úrslitum bikarkeppninniar
Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík drógust saman í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þegar liðin mættust í Grindavík á dögunum í deildinni hafði Keflavík betur 4-0. Leikurinn fer fram 6. eða 7. júní nk.
Tap gegn Fram í sjö marka leik
Grindavík tapaði fyrir Fram 4-3 í fjörugum leik á Laugardalsvelli í úrvalsdeild karla. Grindavík er með 1 stig eftir þrjár umferðir og situr í botnsætinu. Næsti leikur liðsins er næsta mánudag á heimavelli gegn Stjörnunni. Fyrstu tuttugu mínúturnar í viðureign Fram og Grindavíkur voru heldur tíðindalausar en Framarar voru þó ögn frískari. Guðjón Þórðarsson, þjálfari Grindvíkinga var greinilega búinn að …
Garðar Örn dæmir leik Fram og Grindavíkur
Grindavík sækir Fram heim á Laugardalsvöll í kvöld kl. 19:15 í 3. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Grindavík verður með nýjan sænskan leikmann innanborðs. Grindavík hefur 1 stig en Fram, sem margir spáðu velgengni í sumar, hefur tapað báðum leikjum sínum og er enn án stiga. Dómari leiksins verður Garðar Örn Hinriksson sem hefur tekið flautuna af hillunni. Fjögur ár …
Grindavík fær sænskan varnarmann
Grindvíkingar hafa fengið sænska varnarmanninn Mikael Eklund til liðs við sig en hann hefur fengið leikheimild með félaginu. Eklund, sem er 31 árs, kemur frá IK Brage sem leikur í næstefstu deild í Svíþjóð. Eklund getur leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður en hann varð sænskur meistari með Kalmar FF árið 2008. Á ferli sínum hefur hann einnig leikið með Assyriska …
Skellur gegn nágrönnunum
Grindavík steinlá fyrir Keflavík 4-0 í grannaslag á Grindavíkurvelli. Eftir fína frammistöðu í fyrsta leiknum gegn FH voru Grindvíkingar langt frá sínu besta í gær og eru því með eitt stig eftir tvær umferðir. Næsti leikur er á útivelli gegn Fram. Keflavíkingar brutu ísinn á 19. mínítu og á tæplega 20 mínútna kafla gerðu þeir út um leikinn með þremur …
Sverrir Þór tekur við Grindavíkurliðinu
Grindavík var ekki lengi að ganga frá ráðningu á nýjum þjálfara eftir að Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti að hann gæti ekki þjálfað liðið áfram. Sá sem varð fyrir valinu er nýkrýndur tvöfaldur meistari kvennaliðs Njarðvíkur, Sverrir Þór Sverrisson. „Ég er gríðarlega spenntur að taka við nýkrýndum Íslandsmeisturum Grindavíkur. Ég geri mér grein fyrir að þar eru alltaf miklar kröfur og …
Nágrannaslagur af bestu gerð
Fyrsti heimaleikur sumarsins í úrvalsdeild karla er í kvöld og hann er ekki af verri endanum, nágrannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur. Bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu umferðinni en síðan þá bætast þrír leikmenn í leikmannahóp Grindavíkur, þeir Alexander Magnússon og Magnús Björgvinsson sem voru meiddir og svo Englendingurinn Jordan Edridge sem hefur fengið leikheimild. Edridge hefur verið við æfingar hjá …
Helgi Jónas hættir með Íslandsmeistarana
Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í gær að hann óski eftir að hætta störfum með liðið sökum anna í vinnu sinni. Aðilar skilja í mesta bróðerni en gífurleg ánægja var með störf Helga og árangurinn á þessu tímabili auðvitað hreint út sagt stórkostlegur þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitillinn var rúsínan í pylsuendanum. Stjórn kkd.umfg óskar Helga Jónasi alls hins …
Lokahófsmyndband Íslandsmeistaranna
Íslandsmeistarar Grindavíkur héldu lokahóf sitt um helgina eins og lesa má um hér. Á hófinu var Egill Birgisson mættur með fartölvuna og skjávarpann og setti saman skemmtilegt myndband frá vetrinum en sjá má myndbandið með því að smella hér.