Tap gegn Fram í sjö marka leik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Fram 4-3 í fjörugum leik á Laugardalsvelli í úrvalsdeild karla. Grindavík er með 1 stig eftir þrjár umferðir og situr í botnsætinu. Næsti leikur liðsins er næsta mánudag á heimavelli gegn Stjörnunni.

Fyrstu tuttugu mínúturnar í viðureign Fram og Grindavíkur voru heldur tíðindalausar en Framarar voru þó ögn frískari. Guðjón Þórðarsson, þjálfari Grindvíkinga var greinilega búinn að kortleggja Framliðið vel og lágu Grindvíkingar þéttir til baka. Þeir áttu þó sínar sóknir líka og eins lík bar árangur á 20. mínútu þegar að gestirnir úr Grindavík náðu forystunni. Þá skoraði Tomi Ameobi af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Luic Ondo. Eftir þetta gerðist fátt markvert þangað til Grindavík náði að tvöfalda forystu sína undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var marki með skoti af stuttu færi en í þetta sinn var það Pape Mamdou Faye sem sá um að skora.

Fyrstu 20. mínútur síðari hálfleiks voru síðan af dýrari gerðinni. Fljótlega eftir að hálfleikurinn hófst náði Almarr Ormarsson að minnka muninn fyrir Framara eftir laglegt samspil við Sam Tillen. Fimm mínútum síðar náði Grindavík að skora aftur þegar að Mikael Eklund skallaði hæst eftir horn og stangaði boltann í netið. Mikael var að spila sinn fyrsta leik með liðinu. Hasarinn var ekki búinn því einungis tveimur mínútum eftir þriðja mark gestanna misstu þeir mann af velli þegar Alexander Magnússon fékk sitt annað gula spjald á skömmum tíma og þar með rautt. Fram fékk í kjölfarið aukaspyrnu og eftir hana skoraði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson fyrir Fram eftir klafs í teignum. Framarar náðu svo að jafna leikinn stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Kristinn Ingi Halldórsson skoraði með þrumufleyg af rúmlega 25 metr færi. Framarar reyndu hvað þeir gátu að knýja fram sigur og sókn þeirra bar árangur á 90. mínútu þegar Steven Lennon skoraði frábært mark eftir þunga sókn Framara. Það reyndist seinasta mark leiksins og Framarar unnu því að lokum dramatískan sigur, 4-3 í stórskemmtilegum knattspyrnuleik. – sport.is

Fram 4-3 Grindavík (0-2)
0-1 Tomi Ameobi 19.mín.
0-2 Pape Mamadou Faye 44.mín.
1-2 Almarr Ormarsson 48.mín.
1-3 Mikael Eklund 54.mín.
2-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 57.mín.
3-3 Kristinn Ingi Halldórsson 75.mín.
4-3 Steven Lennon 90.mín

Grindavík: Óskar Pétursson – Ray Anthony Jónsson, Loic Ondo, Ólafur Örn Bjarnason, Jósef Kristinn Jósefsson, Mikael Eklund, Scott Ramsay, Óli Baldur Bjarnason, Alexander Magnússon( gult 49.mín. rautt 56.mín.), Tomi Ameobi, Pape Mamadou Faye. (gult 62.mín.)

Varamenn: Benóný Þórhallsson, Alex Freyr Hilmarsson, Páll Guðmundsson, Gavin Morrison, Björn Berg Bryde, Marko Valdimar Stefánsson, Jordan Edridge.
Gul spjöld: Alexander Magnússon 51.mín., Pape Mamadou Faye (2) 62.mín.
Rautt spjald: Alexander Magnússon 56.mín.