Helgi Jónas hættir með Íslandsmeistarana

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í gær að hann óski eftir að hætta störfum með liðið sökum anna í vinnu sinni. Aðilar skilja í mesta bróðerni en gífurleg ánægja var með störf Helga og árangurinn á þessu tímabili auðvitað hreint út sagt stórkostlegur þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitillinn var rúsínan í pylsuendanum.

 

Stjórn kkd.umfg óskar Helga Jónasi alls hins besta í framtíðinni og hann mun örugglega snúa aftur einhvern tíma síðar.  Engin ákvörðun hefur verið tekin um eftirmann Helga.