Garðar Örn dæmir leik Fram og Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir Fram heim á Laugardalsvöll í kvöld kl. 19:15 í 3. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Grindavík verður með nýjan sænskan leikmann innanborðs. Grindavík hefur 1 stig en Fram, sem margir spáðu velgengni í sumar, hefur tapað báðum leikjum sínum og er enn án stiga.

Dómari leiksins verður Garðar Örn Hinriksson sem hefur tekið flautuna af hillunni. Fjögur ár eru liðin síðan hann dæmdi sögufrægan leik þessara liða þar sem þrír leikmenn Grindavíkur fengu að sjá rautt auk hinna dagfarsprúðu Ingvars Guðjónssonar og Milan Stefán Jankovic að leik loknum!