Fyrsti leikurinn hjá stelpunum í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Fyrsti leikur Grindavíkur í 1. deild kvenna í knattspyrnu fer fram í dag á Grindavíkurvelli kl. 13:00 (ekki 14 eins og áður var auglýst). Þá kemur BÍ/Bolungarvík í heimsókn og er aðgangur ókeypis. Grindavík teflir fram ungu og efnilegu liði í dag undir stjórn Goran Lukic.

 

Grindavík féll í fyrra úr úrvalsdeildinni. Útlendu leikmennirnir hafa allir yfirgefið liðið ásamt flestum lykilmönnum. En maður kemur í manns stað og ungar heimastelpur bera uppi liðið ásamt reynsluboltunum Kristínu Karlsdóttur, Margréti Albertsdóttur o.fl.